Menu
Veisluostur með reyktum laxi

Veisluostur með reyktum laxi

Hér er á ferðinni einföld og bragðgóð rjómaostakúla með reyktum laxi sem upplagt er að bjóða upp á í jólaboðunum í desember. Reykti laxinn gerir rjómaostinn hátíðlegan með stökkum pekanhnetum. Gott er útbúa kúluna daginn áður en hún er borin fram en með því að láta ostinn geymast í kæli yfir nótt kemur einstakt bragð af laxinum. Berið fram með kexi eða brauði.

Innihald

1 skammtar
rjómasostur til matargerðar frá Gott í matinn
reyktur lax
rauðlaukur
sítrónupipar
sjávarsalt
pekanhnetur
fersk steinselja eða dill

Skref1

  • Setjið rjómaost í skál ásamt reyktum laxi. Gott er að skera laxinn gróflega niður.
  • Skerið laukinn niður og blandið saman ásamt sítrónupipar og salti.

Skref2

  • Maukið rjómaostinn með töfrasprota þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Osturinn gæti verið frekar mjúkur, ef ykkur finnst hann of mjúkur er gott að setja hann inn í kæli í 30 mínútur.

Skref3

  • Hakkið hneturnar niður, grófsaxið ferska kryddjurt og blandið saman.
  • Myndið kúlu úr ostinum og veltið henni upp úr pekanhnetunum.
  • Geymið í kæli þar til osturinn er borinn fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir