Menu
Veislubrauð með jógúrt, valhnetum og trönuberjum

Veislubrauð með jógúrt, valhnetum og trönuberjum

Brauðið geymist vel innpakkað í viskustykki í allt að 3 daga.

Innihald

1 skammtar
ferskt ger eða 11 g þurrger
volgt vatn
sykur
brauðhveiti
rúgmjöl
hrein jógúrt frá Gott í matinn
egg
sykur
kúmen
salt
þurrkuð trönuber, rúsínur eða grófsaxaðar þurrkaðar apríkósur
valhnetur eða pekanhnetur, léttristaðar og grófsaxaðar
Maldon saltflögur

Skref1

 • Setjið gerið í litla skál með 2 msk. af volgu vatni og 1 tsk. af sykri og látið standa í um 10 mínútur.

Skref2

 • Hnoðið allt nema Maldon-saltflögurnar lauslega saman í hrærivél.

Skref3

 • Setjið deigið í skál ásamt um einni lófafylli af rúgmjöli sem sett er undir og yfir deigið.
 • Breiðið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefa sig í um 1 klukkustund.
 • Geymið það svo yfir nótt í kæliskáp en hægt er að geyma það með góðu móti í allt að 4 daga.

Skref4

 • Takið deigið úr kæliskápnum og mótið brauðhleif.
 • Látið hann hefast í 1–1½ klst. á hlýjum stað og breiðið plastfilmu yfir.
 • Á meðan er ofninn hitaður í 250°C.

Skref5

 • Penslið brauðhleifinn með vatni og stráið saltflögum yfir hann áður en hann er settur í ofninn.
 • Lækkið hitann í 200°C og bakið brauðið í 40-50 mínútur.

Skref6

 • Takið það úr ofninum og látið kólna á bökunargrind.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir