Menu
Vatnsdeigsbollur með Nutella og hindberjarjóma

Vatnsdeigsbollur með Nutella og hindberjarjóma

Bragðgóðar bollur, hvort sem er fyrir bolludaginn eða sunnudagskaffið. 

Innihald

1 skammtar

Vatnsdeigsbollur:

vatn
íslenskt smjör
hveiti
egg
salt

Hindberjarjómi:

peli rjómi frá Gott í matinn
Fersk hindber
flórsykur

Toppur:

súkkulaði
rjómi
hlynsíróp

Fylling:

Hindberjarjómi
Nutella
Hindberjasulta

Vatnsdeigsbollur

  • Stillið ofninn á 180°C - blástur.
  • Sjóðið vatn og smjör saman í potti uns smjörið hefur bráðnað.
  • Takið pottinn af hellunni og bætið hveiti og salti saman við.
  • Hrærið deigið vel saman með sleif þar til það er orðið að kúlu.
  • Setjið deigið í hrærivélina á lítinn hraða í stutta stund þannig það kólni aðeins og það er hætt að rjúka úr því.
  • Setjið eggin í litla skál og pískið þau saman með gaffli áður en þið hellið þeim saman við deigið (lítið í einu).
  • Setjið smjörpappír á plötu og mótið bollur. Það er annað hvort hægt að sprauta þeim á, búa til kúlur eða nota skeiðar.
  • Bakið bollurnar í 25 mínútur, takið þær úr ofninum og látið kólna vel áður en þær eru skornar í tvennt og fylltar með hindberjarjóma, hindberjasultu og Nutella.
Vatnsdeigsbollur

Hindberjarjómi

  • Kremjið hindberin vel með gaffli og setjið saman við þeyttan rjómann ásamt flórsykrinum.
Hindberjarjómi

Toppur

  • Bræðið allt saman í potti á miðlungs hita og hellið yfir lokin á bollunum.

Höfundur: Tinna Alavis