Menu
Vatnsdeigsbolluhringur

Vatnsdeigsbolluhringur

Glæsilegur og einstaklega gómsætur vatnsdeigsbolluhringur sem gaman er að bera fram.

Innihald

6 skammtar

Vatnsdeig:

vatn
smjör
hveiti
egg

Fylling:

rjómasúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn (þeyttur)
jarðarber

Vatnsdeig

 • Stillið ofn á 200°c.
 • Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna.
 • Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi.
 • Kælið deigið örlítið.
 • Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.
 • Teiknið 20 cm hring á smjörpappír og snúið pappírnum við og setjið á ofnplötu.
 • Setjið deigið í sprautupoka og sprautið deiginu í því munstri sem ykkur hentar á smjörpappírinn.
 • Bakið á 200°c í 10 mín og lækkið niður í 180°c í 20 mínútur.
 • Leyfið hringnum að kólna alveg.
Vatnsdeig

Fylling

 • Bræðið súkkulaði og rjóma saman og leggið til hliðar og leyfið að kólna lítillega.
 • Þeytið rjómann og skerið jarðarberin niður.
Fylling

Samsetning

 • Skerið kransinn þvert, ég mæli með að nota rifflaðan hníf í verkið. Ef þið eigið þunnt bretti eða diskamottu er gott að “slæda” henni undir efri partinn og færa yfir meðan sett er á neðri helming kransins.
 • Setjið súkkulaðisósu í botninn, rjómann þar yfir, svo setjið þið jarðarberin og endið með því að setja enn meiri súkkulaðisósu yfir.
 • Næst setjið þið efri helminginn varlega yfir þann neðri.
 • Skreytið að vild, t.d. með restinni af súkkulaðisósunni ásamt dálitlum flórsykri.
Samsetning

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir