Menu
Vanilluskyrkaka með bláberjasultu

Vanilluskyrkaka með bláberjasultu

Innihald

-1 skammtar
LU kanilkex
hafrakex
smjör
rjómi frá Gott í matinn
KEA skyr vanillu
lítil krukka bláberjasulta
bláber

Skref1

  • Setjið kanilkex og hafrakex í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fínmalað.
  • Bræðið smjör á pönnu yfir meðalháum hita ásamt kexinu, hrærið stanslaust þar til smjörið hefur náð að bráðna alveg.
  • Steikið kexið örlítið lengur á pönnunni en passið að það brenni ekki.
  • Hellið kexblöndunni í hringlaga form ca. 24 cm stórt og þrýstið því vel niður í botninn og upp á hliðar formsins.
  • Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexinu vel niður.

Skref2

  • Þeytið rjómann og hrærið saman við skyrið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Hellið skyrblöndunni yfir kexbotninn og sléttið út með sleif.

Skref3

  • Þekið kökuna með bláberjasultu og bláberjum.
  • Þeir sem vilja skreyta hana örlítið meira þá er fallegt að sigta flórsykur yfir kökuna áður en hún er borin fram.
  • Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir