Menu
Vanillukaka með smjörkremi

Vanillukaka með smjörkremi

Það er vel hægt að nota deigið til að búa til bollakökur en þá er deigið sett í bollakökumót og bakað í um 22 mínútur. Vanillukremið er notað til að skreyta bollakökurnar. Stjörnustútur 1m er notaður til að sprauta kreminu. 

Innihald

12 skammtar

Botnar:

hveiti
lyftiduft
smjör
salt
sykur
vanilludropar
egg
nýmjólk við stofuhita

Vanillukrem:

smjör
flórsykur
rjómi frá Gott í matinn
vanilludropar
Matarlitur (ekki nauðsynlegt)
Marsbitar settir með kreminu
Kökuskrautsperlur notaðar til að skreyta kökuna

Botn

 • 3 botnar 26 cm.
 • Ofninn hitaður í 175°
 • Hveiti, lyftiduft og salt sett í skál og sett til hliðar.
 • Smjör, sykur og vanilludropar sett í hrærivélaskál og hrært á meðalhraða í 3 mínútur eða þar til deigið er létt og ljóst.
 • Egg sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli.
 • Hveitiblandan sett varlega saman við deigið og að lokum mjólkin. Blandið vel en varlega saman.
 • Deigið er sett í smurð hringlaga bökunarmót.
 • Bakað í um 30 mínútur við 175°C gráða hita.
 • Kakan er kæld og kremið búið til á meðan.

Smjörkrem

 • Smjör, flórsykur og vanilludropar eru saman í hrærivélaskál og hrært vel saman.
 • Rjóminn er settur í lokinn og hrærður saman við. Því lengur sem kremið er hrært, því hvítara verður það.
 • Hluti af kreminu er litaður bleikur. Afgangurinn af hvíta kreminu er þá settur í skál til hliðar.

Samsetning

 • Kakan er smurð með bleika kreminu og marsbitunum sáldrað yfir hvert lag.
 • Kakan er smurð að utan með hvítu kremi og síðan er afgangurinn af bleika kreminu smurður hér og þar á kökunni til að fá skemmtilegt og litríkt útlit.
 • Kökuspaði er notaður til að búa til renndur á kremið. Þá er spaðinn renndur meðfram kökunni í hringi, lag eftir lag.
 • Kakan er skreytt með fíngerðu perluskrauti.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir