Skref1
- Blandið saman kexi og smjöri og setjið góða teskeið í botninn á hverri krukku (meira ef notuð eru stærri ílát).
Skref2
- Bræðið súkkulaðið og leyfið því að kólna aðeins.
Skref3
- Þeytið rjóma og leggið til hliðar.
Skref4
- Þeytið skyrið og skafið úr vanillustönginni út í og blandið vel.
Skref5
- Blandið því næst bræddu súkkulaðinu saman við og að lokum rjómanum með sleikju þar til vel blandað.
- Skiptið á mill ílátanna.
Skref6
- Bræðið karamellur og rjóma saman við meðalháan hita þar til karamellurnar eru uppleystar.
- Leyfið að kólna örlítið en hellið þó yfir skyrkökurnar áður en blandan verður of þykk.
Skref7
- Skreytið með karamellukurli.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir