Menu
Vanillu skyrkökur með karamellubráð

Vanillu skyrkökur með karamellubráð

Uppskriftin dugar í 18 litlar krukkur eða færri stærri ílát.

Innihald

18 skammtar

Botn:

pk LU Bastogne Duo kex mulið
brætt smjör

Skyrkaka

Ísey skyr vanilla
rjómi frá Gott í matinn
hvítt súkkulaði
Fræ úr einni vanillustöng

Karamellubráð:

stórar og mjúkar karamellur
rjómi frá Gott í matinn
Karamellukurl

Skref1

  • Blandið saman kexi og smjöri og setjið góða teskeið í botninn á hverri krukku (meira ef notuð eru stærri ílát).

Skref2

  • Bræðið súkkulaðið og leyfið því að kólna aðeins.

Skref3

  • Þeytið rjóma og leggið til hliðar.

Skref4

  • Þeytið skyrið og skafið úr vanillustönginni út í og blandið vel.

Skref5

  • Blandið því næst bræddu súkkulaðinu saman við og að lokum rjómanum með sleikju þar til vel blandað.
  • Skiptið á mill ílátanna.

Skref6

  • Bræðið karamellur og rjóma saman við meðalháan hita þar til karamellurnar eru uppleystar.
  • Leyfið að kólna örlítið en hellið þó yfir skyrkökurnar áður en blandan verður of þykk.

Skref7

  • Skreytið með karamellukurli.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir