Menu
Vanillu ostakaka með Oreo kexi

Vanillu ostakaka með Oreo kexi

Frábær eftirréttur með Vanillublöndu frá MS.

Innihald

4 skammtar
Rjómaostur frá Gott í matinn
pakki Royal búðingur með vanillu
Vanillublanda frá MS
Oreo kexkökur
Jarðarber og rjómi frá Gott í matinn fyrir toppinn

Skref1

  • Rjómaostinum og Vanillublöndunni er hrært saman í hrærivél.

Skref2

  • Næst fer búðingsduftið út í og hrært vel þar til allir kekkir eru farnir og blandan er orðin silkimjúk.

Skref3

  • Oreo kex er mulið og kexið og ostakökublandan sett til skiptis í skál eða glas.

Skref4

  • Kökuna þarf að setja inn í ísskáp og kæla í minnst 30 mínútur áður en hún er borin fram.

Skref5

  • Eftirréttinn er síðan hægt að skreyta að vild og t.d. er gott er að nota þeyttan rjóma, jarðarber og mulið Oreo kex.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir