Menu
Tyrkisk peber ís með fylltum reimum og Toblerone

Tyrkisk peber ís með fylltum reimum og Toblerone

Tyrkisk peber og fylltar pipar reimar, er það ekki í tísku? Af hverju ekki að skella þá bara í jólaís. Ég gerði tvo til að geta smakkað einn og haft hinn á jólunum og jiminn eini hvað hann er góður! Viss um að hann slái í gegn á hverju heimili... það er að segja ef þið þorið að víkja út af vananum og prófa eitthvað nýtt.

Best er að gera ísinn að minnsta kosti kvöldi áður en hann er borinn fram. Eina sem ég var hrædd um var að lakkrísinn yrði harður en þvert á móti, hann var dúnamjúkur.

Innihald

10 skammtar
rjómi frá Gott í matinn
egg
vanilludropar
flórsykur
toblerone (100 g í ísinn og 100 g til skreytingar)
mulinn tyrisk peber brjóstsykur
piparfylltar lakkrísreimar (hægt að nota rest úr poka til skrauts)

Skref1

  • Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar.

Skref2

  • Tyrkisk peber brjóstsykurinn mulinn svo hann verði nánast að dufti, t.d. hægt að setja í tvo poka og merja með hamri eða setja í matvinnsluvél.

Skref3

  • Egg, flórsykri og vanilludropum er hrært saman í hrærivélinni þar til blandan verður létt og ljós, þá er rjómanum og sætindunum hrært varlega saman með sleif og blandan sett í form og inn í frysti.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir