Menu
Tvær ídýfur - Með grískri jógúrt og grilluðum paprikum

Tvær ídýfur - Með grískri jógúrt og grilluðum paprikum

Innihald

1 skammtar

Grísk jógúrt ídýfa

avocado
grísk jógúrt frá Gott í matinn
rjómi
sítrónu- eða limesafi
hvítlauksgeirar
þurrkuð steinselja

Papriku ídýfa

rauð paprika, meðalstór
ólífuolía
hvítlauksgeirar (1-2 stk)
fetakubbur frá Gott í matinn

Ídýfa með grískri jógúrt

  • Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman.

Ídýfa með papriku

  • Setjið paprikuna á grillspjót og setjið yfir eldinn á grillinu og snúið þar til orðin dökk og grilluð á öllum hliðum.
  • Látið kólna á disk í 10 mínútur.
  • Takið hýðið, fræin og endana frá og setjið paprikuna í matvinnsluvél með restinni af hráefninu og maukið vel. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.
  • Kælið í 2 klukkustundir.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir