Menu
Trönuberjaklattar með hvítu súkkulaði

Trönuberjaklattar með hvítu súkkulaði

Ljúffengar smákökur sem koma skemmtilega á óvart.

Innihald

25 skammtar
hveiti
lyftiduft
matarsódi
salt
smjör við stofuhita
púðursykur
sykur
egg
vanilludropar
hafrar
hvítir súkkulaðidropar
þurrkuð trönuber

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og setjið til hliðar.

Skref2

  • Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

Skref3

  • Bætið eggi saman við ásamt vanilludropum og hrærið vel saman.

Skref4

  • Blandið höfrum, súkkulaði og trönuberjum saman við og hrærið saman með sleif.

Skref5

  • Setjið 1 matskeið af deigi í hverja köku og setjið á bökunarplötu með smjörpappír.
  • Bakið í 8-10 mínútur, leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur áður en þið takið þær af bökunarplötunni.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir