Menu
Tortillasnittur með hráskinku og fetaosti

Tortillasnittur með hráskinku og fetaosti

Sérlega sumarlegur stemningsréttur.

Innihald

12 skammtar
appelsína
skallottulaukur eða rauðlaukur, fínsaxaður
grænar steinlausar ólífur, saxaðar
ólífuolía
sérrí- eða rauðvínsedik
sjávarsalt og svartur pipar
tortillakökur
hráskinkusneiðar, hverri skipt í tvennt
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
fetakubbur frá Gott í matinn, mulinn

Skref1

  • Raspið smá börk af appelsínunni og setjið til hliðar.
  • Skerið síðan börkinn af og hreinsið í burtu hvíta lagið.
  • Skerið appelsínuna í smáa bita og setjið í skál.
  • Setjið ólífur, lauk, olíu og edik saman við.
  • Smakkið til með salti og pipar.

Skref2

  • Ristið tortillakökurnar upp úr smá olíu á pönnu.
  • Skiptið hverri köku í sex bita.

Skref3

  • Smyrjið hvern bita ríflega með rjómaosti.
  • Setjið ½ hráskinkusneið ofan á, þá vel af appelsínusalsa.
  • Toppið með fetaosti og appelsínuberki.
  • Gott er að mylja svartan pipar yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir