Menu
Tortillakaka með grænmeti og kjúklingi

Tortillakaka með grænmeti og kjúklingi

Það eru ótal möguleikar við að setja kökuna saman. Hver og einn finnur sína leið en hér er tillaga sem kemur vel út. 

Innihald

12 skammtar
tortillakökur (litlar)
dós Sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn
dós Sýrður rjómi (18%) frá Gott í matinn
ídýfa (eftir smekk)
Salsasósa
Rifinn Mozzarella eða Pizzaostur frá Gott í matinn

Fylling:

rauð paprika
appelsínugul paprika
gul paprika
rauðlaukur
gúrka
tómatar (2-3 stk. og kjarninn tekinn úr)
púrrulaukur
Kál
Tilbúnir kjúklingabitar með persnesku bragði
Doritos til að setja ofan á

Skref1

  • Sýrði rjóminn er settur í skál ásamt ídýfunni.
  • Þessu er hrært vel saman.

Skref2

  • Hver tortillakaka er smurð með sýrða rjómanum.

Skref3

  • Salsasósan er þá sett yfir.

Skref4

  • Kálblöðum raðað ofan á salsasósuna.

Skref5

  • Grænmetið er skorið í litla bita og sett saman í skál.
  • Þá er grænmetisblöndunni sáldrað yfir hverja köku eða kjúklingur og grænmeti til skiptis.

Skref6

  • Rifnum osti er sáldrað yfir hverja köku.

Skref7

  • Efsta kakan er smurð með sýrða rjómanum, salsasósunni og örlitlu grænmeti.
  • Þá er Doritos sett ofan á til skrauts í lokinn.
  • Tortillalkakan er borin fram strax eða geymd í kæli í smá stund.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir