Menu
Tortilla kjúklingur með avocado

Tortilla kjúklingur með avocado

Einfaldur, hollur og góður kvöldverður.

Innihald

4 skammtar
Kjúklingabringur
Tortillakökur
Óðals Cheddar, rifinn
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Safi úr hálfu lime
Fínt rifinn börkur af hálfu lime
salt og pipar
Avocado, hæfilega þroskað og skorið í meðalstóra bita
Vorlaukar, fínt saxaðir
Ferskt kóríander, saxað

Skref1

  • Skerið kjúklinginn í hæfilega stóra og jafna bita, steikið á pönnu í góðri olíu og saltið og piprið.
  • Þegar kjúklingurinn er rétt steiktur, slökkvið undir pönnunni og látið kjúklinginn kólna aðeins.

Skref2

  • Hrærið saman sýrðan rjóma, safa og börk úr lime, smakkið til með salti og pipar.
  • Hrærið avocado, vorlauk og kóríander saman við. Loks kjúklinginn.

Skref3

  • Hitið pönnu að meðalhita.
  • Setjið örlitla skvettu af góðri olíu á pönnuna.
  • Dreifið osti á tortillu, setjið kjúklingablönduna í miðju hennar og brjótið brúnirnar yfir kjúklinginn svo tortillan lokist.
  • Setjið á pönnuna og hitið tortilluna þar til osturinn bráðnar og kjúklingablandan hitnar.
  • Snúið henni einu sinni til að forðast það að hún brenni.

Skref4

  • Berið fram með fersku salati, salsa og sýrðum rjóma.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir