Menu
Tómatsúpa með ostakubb

Tómatsúpa með ostakubb

Þessi tómatsúpa er æðislega góð og matarmikil, fullkomin á köldum vetrardögum. Þegar ég fer til New York fer ég alltaf á sama staðinn til að fá mér tómat og fetaosta súpu og ákvað að reyna að gera svipaða súpu og það heppnaðist svona líka vel.

Innihald

4 skammtar
litlir tómatar
niðursoðnir tómatar (1 dós)
Ostakubbur frá Gott í matinn
laukur
rauð paprika
hvítlauksrif
vatn
grænmetisteningur
fersk basilíka
ólífuolía
salt og pipar

Skref1

  • Byrjið á að hita ofninn í 200°C blástur.
  • Skerið tómata, lauk og papriku niður og setjið í ofnskúffu eða eldfast mót með olíu, salti og pipar.
  • Hitið í 25 mínútur eða þar til allt hefur tekið góðan lit án þess að brenna.

Skref2

  • Setjið vatn í pott og leysið upp grænmetisteninginn og bætið svo niðursuðu tómötunum saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur ásamt pressuðum hvítlauk og smá salti og pipar.
  • Takið svo grænmetið úr ofninum þegar það er tilbúið og setjið ofan í pottinn.
  • Þið getið bæði maukað súpuna í pottinum með töfrasprota eða sett hana í blandara.

Skref3

  • Súpan er svo sett í skálar og borin fram með ferskri basiliku og muldum ostakubb.
  • Það er ekki verra að hafa gott súrdeigsbrauð með og svo er einnig hægt er að sjóða smá pasta og setja út í súpuna til að gera hana ennþá matarmeiri og barnvænni.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir