Menu
Tómatar og mozzarella

Tómatar og mozzarella

Frábær smáréttur með ítölsku yfirbragði sem hentar fullkomlega á veisluborðið eða sem léttur hádegis eða kvöldverður.

 

Innihald

1 skammtar

Hráefni:

góðir og vænir rauðir tómatar
ferskar mozzarellakúlur, stórar eða litlar - fer eftir stærð tómata
fersk basilíka
góð ólífuolía
sjávarsalt og ögn af pipar, má sleppa

Aðferð

  • Góðir og vænir rauðir tómatar eru skornir í sneiðar.
  • Mozzarellakúlur skornar í sneiðar.
  • Fersk basilíka rifin niður.
  • Tómötum og osti raðað til skiptis á disk eða fat, basilíku dreift yfir.
  • Góðri ólífuolíu dreypt yfir og svo má salta örlítið með sjávarsalti og jafnvel pipra pínu. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir