Menu
Tómata- og rauðlaukssalat með blámygluosti

Tómata- og rauðlaukssalat með blámygluosti

Hlutföllin í salatinu eru algjört aukaatriði. Þið gerið bara eins mikið og ykkur finnst gott og þurfið fyrir þann fjölda af fólki sem þarf að metta. Sumir vilja líka meira eða minna af einhverju hráefni, það er nú það skemmtilega við svona salöt. Það er ekki hægt að eyðileggja neitt. 

Innihald

1 skammtar
Klettasalat
Tómatar (því fleiri tegundir því betra)
Rauðlaukur
Blámygluostur, t.d. Blár Kastali eða gráðaostur
Ólífuolía
Rauðvínsedik
Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Aðferð

  • Í þessu salati er klettasalatið neðst, því næst eru allskonar tómatar gróft skornir.
  • Þunnt skorinn rauðlaukur er lagður í skál og dálitlu rauðvínsediki hellt yfir (2 msk. duga á einn rauðlauk).
  • Leyfið þessu að standa í 5-10 mínútur og setjið svo yfir salatið ásamt edikinu ef ykkur finnst það gott.
  • Toppið salatið með vel völdum gráðosti eða blámygluosti. Hann passar fullkomlega við sæta tómatana og pikklaðan rauðlaukinn.
  • Dropið ólífuolíu yfir allt saman og kryddið með sjávarsalti og möluðum svörtum pipar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir