Menu
Tómat- og kryddjurtasósa með sýrðum rjóma

Tómat- og kryddjurtasósa með sýrðum rjóma

Holl og góð sósa með sýrðum rjóma sem hentar vel með grilluðum mat. Hentar einnig sem ídýfa.

Innihald

4 skammtar

Tómat- og kryddjurtasósa

nýmalaður svartur pipar
salt
sýrður rjómi frá Gott í matinn (1 dós)
tómatur
steinselja, smátt söxuð
mynta, smátt söxuð
kóríander, smátt saxað
hunang
sítrónusafi

Aðferð

  • Skerið tómatinn í helminga og fræhreinsið hann.
  • Skerið tómatkjötið í litla bita og setjið í skál ásamt öllu því sem fara á í sósuna.
  • Blandið vel saman.
  • Gott sem ídýfa eða með grillmat.

Höfundur: Úlfar Finnbjörnsson