Menu

Innihald

6 skammtar
eggjarauður
sykur
vanillustöng
íslenskur mascarpone ostur (við stofuhita)
rjómi
sterkt uppáhellt kaffi
sykur
Amaretto líkjör (eða annar líkjör, t.d. Grand Mariner eða sérrí)
Fingurkökur (Lady fingers)
Toblerone súkkulaði, gróft saxað
Hreint kakó

Skref1

  • Skafið fræin innan úr vanillustönginni og setjið í skál.
  • Bætið eggjarauðunum og sykrinum út í og þeytið þetta vel saman þar til ljóst og létt.

Skref2

  • Bætið mascarpone ostinum saman við og hrærið þessu vel saman.
  • Þeytið rjómann í annarri skál og hrærið honum svo saman við mascarpone blönduna með sleikju.

Skref3

  • Setjið kaffið í skál ásamt 2 msk. af sykri og líkjör.
  • Dýfið fingurkökunum í blönduna og leggið í botninn á fati eða glasi.

Skref4

  • Dreifið Toblerone yfir og setjið svo ostablönduna þar ofan á.
  • Gerið tvö svona lög, endið á því að sigta hreinu kakói yfir efsta lagið og skreytið aðeins með Toblerone súkkulaði.

Skref5

  • Gott er að láta tiramisu standa í ísskáp í a.m.k 4 klst. áður en það er borið fram.
  • Auðveldlega hægt að gera daginn áður.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir