Menu
Tiramisú morgungrautur

Tiramisú morgungrautur

Tiramisú grautur sem kaffiunnendur mega ekki láta framhjá sér fara. Næringarríkur og frábærlega góður grautur sem þú getur borðað alla morgna eða hvenær sem er yfir daginn. Það er sniðugt að búa þennan graut til kvöldinu áður en það er líka hægt að gera hann samdægurs. Þessi grautur er svo góður með rjúkandi heitum kaffibolla.

Innihald

1 skammtar
haframjöl
chia fræ
kakóduft
smá salt
vanillu eða súkkulaði próteinduft
kaffi
Fjörmjólk
Ísey skyr vanillu

Skref1

  • Byrjaðu á að setja saman í skál haframjöl, chia fræ, kakó, salt og próteinduft.
  • Blandaðu saman við þetta kaffinu og fjörmjólkinni og láttu blönduna bíða í ísskáp yfir nótt.
  • Ef þú ert að gera grautinn samdægurs er sniðugt að minnka örlítið mjólkina svo grauturinn verði þykkari og þá blandar þú innihaldsefnum saman í skál og lætur bíða í um 15 mínútur.
  • Hægt er að nota Léttmjólk eða Nýmjólk líka en skráning á næringargildum miðast við Fjörmjólk.

Skref2

  • Til að fá tiramisú útlitið raðar þú svo lögum af hafragrautnum og vanilluskyrinu á víxl og setur smá kakó efst.
  • Til að flýta fyrir má alveg setja vanilluskyrið beint ofan á grautinn og hafa eitt lag af graut og skyri.
  • Mér finnst þægilegt að nota instant kaffiduft til að búa til kaffibollann en það má líka nota nespressó eða hvaða kaffi sem hentar.
Skref 2

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í einum skammti: Kolvetni: 32,7 g - Prótein: 42,5 g - Fita: 6,5 g - Trefjar: 6,5 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Tiramisú grautur.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga