Menu
Tiramisú brownies með mascarpone kremi

Tiramisú brownies með mascarpone kremi

Eftirréttir eða kökur sem innihalda bæði kaffi og súkkulaði er með því besta sem til er. Ef þið bætið svo mascarpone og rjóma í jöfnuna verður til eitthvað stórkostlegt sem enginn vegur er að standast. Þessar brownies eru einmitt þannig.

Innihald

1 skammtar
smjör
70% súkkulaði, saxað
egg
púðursykur
sykur
vanilludropar
kakó
hveiti
sjávarsalt
skyndikaffiduft, mulið

Mascarpone krem

mascarpone frá Gott í matinn, við stofuhita
rjómi frá Gott í matinn
flórsykur
sjávarsalt
vanilludropar
kahlua líkjör eða kaffi
2-3 msk. kakóduft til að dusta yfir

Skref1

  • Byrjið á því að saxa súkkulaðið og setja það til hliðar. Hitið ofninn í 170°C með blæstri.
  • Klæðið ferkantað form, 20x20cm með bökunarpappír.
  • Setjið smjörið í pott og bræðið við vægan hita. Þegar það er alveg bráðið, slökkvið þá undir pottinum og bætið súkkulaðinu út í. Hrærið aðeins saman og látið standa.

Skref2

  • Setjið egg, púðursykur, sykur og vanilludropa saman í meðalstóra skál og þeytið saman þar til blandan er létt og ljós. Þetta gæti tekið um 5 mínútur.
  • Blandið þá súkkulaðiblöndunni rólega saman við með sleikjunni með því að hella henni í mjórri bunu úr pottinum og skafa upp úr botninum og upp.
  • Þegar allt súkkulaðismjörið er komið saman við sigtið þá kakó, hveiti, salt og mulið skyndikaffiduft saman við og blandið rólega saman við með sleikjunni.

Skref3

  • Smyrjið deiginu í formið og bakið í ca. 20-22 mín.
  • Þegar brownies botninn er tilbúinn verður að kæla hann alveg áður en mascarpone kremið er sett yfir.

Skref4

  • Byrjið á því að setja mascarpone ostinn í skál og þeyta vel með handþeytara.
  • Setjið rjómann í aðra skál og þeytið þar til hann byrjar að stífna en ekki þannig að hann sé stífþeyttur.
  • Setjið þá ostinn saman við rjómann ásamt flórsykri, sjávarsalti, vanilludropum og líkjör eða kaffi.
  • Þeytið vel þar til blandan er alveg kekkjalaus og líkist þykku kremi.

Skref5

  • Losið brownies botninn úr forminu en setjið hann svo aftur í formið á pappírnum.
  • Smyrjið mascarpone kreminu yfir kaldan brownies botninn á meðan kakan er enn í forminu.
  • Kælið.
  • Dustið kakódufti yfir kremið, takið kökuna þá úr forminu og skerið í bita.
Skref 5

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal