Skref1
- Byrjið á því að saxa súkkulaðið og setja það til hliðar. Hitið ofninn í 170°C með blæstri.
- Klæðið ferkantað form, 20x20cm með bökunarpappír.
- Setjið smjörið í pott og bræðið við vægan hita. Þegar það er alveg bráðið, slökkvið þá undir pottinum og bætið súkkulaðinu út í. Hrærið aðeins saman og látið standa.
Skref2
- Setjið egg, púðursykur, sykur og vanilludropa saman í meðalstóra skál og þeytið saman þar til blandan er létt og ljós. Þetta gæti tekið um 5 mínútur.
- Blandið þá súkkulaðiblöndunni rólega saman við með sleikjunni með því að hella henni í mjórri bunu úr pottinum og skafa upp úr botninum og upp.
- Þegar allt súkkulaðismjörið er komið saman við sigtið þá kakó, hveiti, salt og mulið skyndikaffiduft saman við og blandið rólega saman við með sleikjunni.
Skref3
- Smyrjið deiginu í formið og bakið í ca. 20-22 mín.
- Þegar brownies botninn er tilbúinn verður að kæla hann alveg áður en mascarpone kremið er sett yfir.
Skref4
- Byrjið á því að setja mascarpone ostinn í skál og þeyta vel með handþeytara.
- Setjið rjómann í aðra skál og þeytið þar til hann byrjar að stífna en ekki þannig að hann sé stífþeyttur.
- Setjið þá ostinn saman við rjómann ásamt flórsykri, sjávarsalti, vanilludropum og líkjör eða kaffi.
- Þeytið vel þar til blandan er alveg kekkjalaus og líkist þykku kremi.
Skref5
- Losið brownies botninn úr forminu en setjið hann svo aftur í formið á pappírnum.
- Smyrjið mascarpone kreminu yfir kaldan brownies botninn á meðan kakan er enn í forminu.
- Kælið.
- Dustið kakódufti yfir kremið, takið kökuna þá úr forminu og skerið í bita.
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal