Menu
Tik Tok pasta

Tik Tok pasta

Pastarétturinn sem allir eru að tala um þessi misserin er svokallað Tik Tok pasta þar sem ostur og tómatar leika aðalhlutverkin. Hérna er okkar útfærsla þar sem Ostakubbur frá Gott í matinn fær að njóta sín í allri sinni dýrð.

Innihald

4 skammtar

Pastaréttur

Ostakubbur frá Gott í matinn
kirsuberjatómatar
hvítlauksrif
chiliflögur (magn eftir smekk)
þurrkað óreganó
smá sjávarsalt
ólífuolía
þurrkað pasta að eigin vali
væn handfylli fersk basilíka

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
  • Setjið Ostakubbinn í eldfast mót og hellið heilum kirsuberjatómötum í kringum ostinn.
  • Sneiðið hvítlauksrifin í þunnar sneiðar og dreifið yfir ásamt chiliflögum, óreganó og smá salti.
  • Hellið ólífuolíu yfir allt og blandið aðeins saman. Hafið ostinn í miðjunni
  • Bakið í 25 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tómatarnir mjúkir.
Skref 1

Skref2

  • Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka á meðan osturinn og tómatarnir bakast.
  • Sigtið pastað og hellið því heitu yfir ostinn og tómatana og blandið vel saman.
  • Toppið með rifinni ferskri basilíku, smakkið til með salti eftir smekk og berið fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir