Menu
Þrista ostakaka

Þrista ostakaka

Það gengur náttúrulega eilítið Þrista æði yfir landann og hafa margir smakkað á hinni frægu Þrista mús upp á síðkastið. En ég skil þetta vel, Þristur er og verður eitt af mínu uppáhalds nammi svo ég ákvað að skella í eina þrista ostaköku. Svo létt og góð – mild á bragðið en skoraði heldur betur fullt hús stiga í smökkun. 

Innihald

1 skammtar

Botn

smjör
Digestive kex með rjómasúkkulaði
sykur
kakó
salt

Ostakaka

Þristar (5 stórir)
rjómi frá Gott í matinn
rjómaostur frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar
salt

Botn

 • Bræðið smjör og setjið til hliðar.
 • Setjið öll hin hráefnin saman í matvinnsluvél og malið vel saman.
 • Bætið þá smjörinu saman og setjið vélina í gang í stutta stund í viðbót. Einnig er hægt að setja kexið í plastpoka og lemja með kökukefli og blanda saman við restina af hráefnunum.
 • Notið form í stærðinni 20-24 cm, gott er að nota smelluform og setja pappír í botninn.
 • Þrýstið blöndunni í botninn og setjið inn í kæli meðan ostakakan er gerð.

Ostakaka með þristum

 • Brytjið Þristana niður og setjið í pott ásamt 100 ml rjóma og stillið á lága til miðlungs stillingu.
 • Bræðið saman og leyfið að kólna lítillega.
 • Þeytið 375 ml af rjóma og setjið í skál til hliðar.
 • Setjið þá rjómaost og flórsykur í skál og þeytið í 2-3 mín, eða þangað til hann er orðinn léttur í sér (óþarfi að þvo skál á milli).
 • Bætið vanilludropum og salti saman við og setjið vélina í gang, þá hellið þið þristablöndunni saman við hægt og rólega meðan vélin gengur.

Samsetning

 • Takið botninn úr kæli og setjið ostakökuna yfir, dreifið vel úr og sléttið úr henni og setjið inn í kæli.
 • Gott er að leyfa kökunni að vera í kæli í 2-3 tíma áður en hún er borin fram.
Samsetning

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir