Menu
Þriggja laga súkkulaði ostakaka

Þriggja laga súkkulaði ostakaka

Þessi ostakaka er með þeim fallegri en á sama tíma einföld í bígerð. Ég lofa ykkur því að hún mun slá í gegn á borði sem í munni. Hvítt, rjóma og dökkt súkkulaði sem blandast saman í hverjum bita, gerist eiginlega ekki betra.

Innihald

1 skammtar

Botn

Hobnobs hafrakex
smjör

Ostakaka

rjómi frá Gott í matinn
matarlímsblöð
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar
hvítt súkkulaði
rjómasúkkulaði
dökkt súkkulaði

Botn

  • Setjið kexið í matvinnsluvél og myljið fínt niður. Einnig hægt að setja í plastpoka og berja með kökukefli eða einhverju þungu.
  • Bræðið smjör og blandið saman við kexið.
  • Notið 20-25 cm form, helst smelluform. Gott er að smella bökunarpappír ofan á botninn og klemma hann sléttan þegar hliðarnar eru festar við botninn.
  • Pressið kexinu í botninn og kælið inn í ísskáp.

Ostakaka

  • Létt þeytið rjómann og leggið til hliðar.
  • Leggið þá matarlím í bleyti í köldu vatni.
  • Þeytið næst saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa.
  • Blandið rjómanum saman við rjómaosta blönduna í 2-3 pörtum með sleikju.
  • Bræðið 100 g af hverju súkkulaði í sér skál. Takið þá matarlímið, kreistið kalda vatnið vel úr því og leysið upp í 3-5 msk. af sjóðandi vatni, blandið matarlíminu saman við rjómaostablönduna með sleikjunni.
  • Skiptið rjómaosta blöndunni í þrennt á milli súkkulaði skálanna þriggja og hrærið saman.

Samsetning

  • Takið kex botninn úr kæli, hellið dökka súkkulaðinu fyrst og jafnið út. Takið þá rjómasúkkulaði blönduna og hellið varlega yfir og dreifið úr henni. Síðast er það hvíta súkkulaðið, hellið varlega og dreifið vel úr.
  • Kakan er þá sett í kæli í minnst 4-5 tíma.
  • Takið kökuna úr kæli og rennið hníf eða spaða meðfram kökunni til að losa hana frá forminu. Smellið forminu frá og takið bökunarpappírinn undan kökunni og setjið á disk.
  • Til að skreyta hana líkt og ég geri hér takið 20 g af súkkulaði og setjið í skál ásamt 3 msk. af rjóma, bræðið saman í örbylgju eða yfir vatnsbaði. Hrærið vel saman og setjið í sprautupoka með mjóum stút.
  • Skerið jarðarber í tvennt og skreytið af vild með jarðarberjum og bláberjum.
Samsetning

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir