Menu
Þriggja hæða marens með súkkulaðikremi og súkkulaðieggjahreiðri

Þriggja hæða marens með súkkulaðikremi og súkkulaðieggjahreiðri

Nokkuð vígaleg páskaterta á þremur hæðum og vel sæt.

Innihald

12 skammtar

Marens:

eggjahvítur
sykur
kakó
hvítvínsedik

Súkkulaðikrem

eggjarauður
sykur
kakó
hveiti
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn
suðusúkkulaði
vanillusykur

Hreiður

Cadbury egg, lítil

Meðlæti

létt þeyttur rjómi frá Gott í matinn

Skref1

 • Stillið ofninn á 120°C og blástur.

Skref2

 • Stífþeytið eggjahvítur.
 • Bætið sykri saman við smátt og smátt og þeytið.
 • Setjið kakó og edik út í og hrærið í 2 mínútur til viðbótar.

Skref3

 • Mótið þrjá hringi úr marensinum, sem eru um 20 cm í þvermál á ofnplötur klæddar bökunarpappír.
 • Bakið í klukkutíma.
 • Látið standa í ofninum þar til hann er orðinn kaldur.

Skref4

 • Hrærið eggjarauður og sykur saman þar til létt og ljóst.
 • Bætið kakói og hveiti saman við.
 • Hrærið.

Skref5

 • Hitið matreiðslurjóma og rjóma saman í potti að suðu.
 • Hellið út í eggjahræruna og hrærið saman.
 • Hellið aftur í pottinn og látið malla á lágum hita.
 • Hrærið stöðugt í þar til kremið sýður og þykknar. Tekur smá stund.
 • Takið þá strax af hellunni og bætið súkkulaði og vanillusykri saman við. Hellið í skál og kælið.

Skref6

 • Smyrjið marensbotnana með súkkulaðikreminu og leggið þá saman.
 • Toppið með kremi og smá eggjum.
 • Berið fram með létt þeyttum rjóma.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir