Menu
Þistilhjartamauk

Þistilhjartamauk

Með réttinum er tilvalið að bera fram niðurskorið baguette, nachosflögur eða ristaðar pítubrauðssneiðar. Þennan rétt er alveg óhætt útbúa daginn áður.

Ef þið finnið ekki þistilhjörtu í vatni þá má alveg nota þistilhjörtu í olíu. Ef þistilhjörtun fást alls ekki er jafnframt hægt að nota niðursoðinn maís sem er líka mjög gott.

Innihald

4 skammtar

Hráefni

sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
niðursoðin þistilhjörtu í vatni
hvítlauksrif, marið
rifinn gratínostur frá Gott í matinn og meira til að sáldra yfir maukið
fersk steinselja, söxuð

Skref1

  • Hellið öllum vökvanum af þistilhjörtunum og maukið síðan allt hráefnið saman, nema steinseljuna, með töfrasprota. Hráefnunum má líka skella í matvinnsluvél.

Skref2

  • Setjið maukið í eldfast form og sáldrið gratínosti og steinselju yfir.

Skref3

  • Geymið í ísskáp þangað til það á að bera réttinn fram en þá er hann settur inn í ofn í 20 mínútur við 180°C.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir