Menu
Tagliatelle með rækjum og tvennskonar tómötum

Tagliatelle með rækjum og tvennskonar tómötum

Frábær réttur sem hentar bæði hversdags og við fínni tilefni.

Innihald

4 skammtar

Hráefni

kirsuberja- eða kokteiltómatar, skornir í tvennt
ólífuolía
þurrkað óreganó
sjávarsalt og svartur pipar
sykur
tagliatelle pasta
stórar rækjur eða sama magn af humri
hvítlauksrif, marin
smjör
skallottulaukar, fínsaxaðir
sólþurrkaðir tómatar, skornir í ræmur
fersk basilíka, gróft söxuð
þurrt hvítvín
vatn og hálfur teningur af kjúklingakrafti, eða 2,5 dl kjúklingasoð
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
parmesanostur, fínrifinn
svartur pipar
sjávarsalt ef þurfa þykir
sítrónubátar til að kreista yfir þegar rétturinn er tilbúinn

Skref1

  • Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og leggið á ofnplötu klædda bökunarpappír.
  • Dreypið ólífuolíu yfir, þá oregano, sykri, salti og pipar.
  • Setjið tómatana í ofninn og bakið í 25 mínútur við 250°C.

Skref2

  • Setjið smjör á pönnu ásamt hvítlauk og léttsteikið rækjurnar upp úr hvítlaukssmjörinu.
  • Takið þær síðan af pönnunni og setjið til hliðar. Það er ekki verra að nota humar en rækjur, ykkar er valið.

Skref3

  • Þá fara skallottulaukur, sólþurrkaðir tómatar og basilíka á heita pönnuna í eina mínútu og loks allur vökvinn.
  • Látið sjóða niður í 20 mínútur og bætið þá parmesanostinum saman við og látið sjóða áfram í um eina mínútu.
  • Smakkið til með pipar, en það er óþarfi að bæta við salti þar sem parmesanosturinn og soðið sjá um þann part.

Skref4

  • Sjóðið að lokum pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, í miklu og vel söltu vatni.

Skref5

  • Hækkið undir sósunni og setjið rækjurnar og soðið af þeim saman við.

Skref6

  • Veltið pastanu upp úr herlegheitunum og færið yfir á fat eða í skál.
  • Skreytið með ofnbökuðum tómötum og ferskri basilíku.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir