Menu
Tagliatelle með kjúklinga- og beikonbitum

Tagliatelle með kjúklinga- og beikonbitum

Þessi pastaréttur inniheldur piparost ásamt fleira góðgæti sem passar vel í föstudags-kósý-huggulegheitsréttum nú eða bara hvaða vikudag sem er.

Með þessum rétti er fullkomið að bjóða upp á hvítlauksbrauð með rifnum mozzarellaosti, sjá hér.

Innihald

4 skammtar
beikon
tagliatelle
kjúklingabringur (2-3)
gulur laukur, sneiddur
hvítlauksrif (2-4)
kirsuberjatómatar
spergilkál eftir smekk
sykurbaunir, nokkrar
piparostur frá MS
matreiðslurjómi frá Gott í matinn (3-4 dl)
rjómaostur frá Gott í matinn (3-4 msk.)
sítróna, börkurinn rifinn gróft
chiliflögur eftir smekk
salt og svartur pipar

Skref1

  • Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.

Skref2

  • Skerið eða klippið beikonið í litla mola og steikið þá á háum hita þar til þeir eru orðnir stökkir.
  • Látið fituna renna af bitunum á pappír.

Skref3

  • Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og kryddið eftir smekk.
  • Skerið lauk og hvítlauk, spergilkál og tómata í fallega bita.
  • Brúnið kjúklinginn og steikið hann í gegn og kryddið hann með salt, svörtum pipar og nokkrum chiliflögum.
  • Gott er að setja smá grænmetiskraft með á pönnuna.

Skref4

  • Setjið laukana saman við ásamt spergilkáli, tómötum og sykurbaunum.
  • Lækkið hitann.

Skref5

  • Hellið rjómann í pott og hitið hann.
  • Skerið piparostinn í litla bita og setjið hann saman við ásamt rjómaostinum og látið bráðna.
  • Þeytið létt í á meðan.

Skref6

  • Setjið kjúklinginn og grænmetið í rjómasósuna ásamt pastanu og blandið varlega.
  • Berið strax fram með stökkum beikonbitum, nýmöluðum svörtum pipar og auðvitað nýbökuðu hvítlauksbrauði.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal