Menu
Tættur grísabógur - pulled pork

Tættur grísabógur - pulled pork

Tætt, úfið og hægeldað svínakjöt er í tísku. Svo auðvitað verð ég að koma með mína útgáfu. Hér er það reyndar samruni kjöts og hrásalats. Og úr verður eitthvað hrikalega gott. Ég held reyndar að hrásalat sé næsta stóra málið eða kannski er sú tíð liðin.

Það er líka fínt að nota tilbúin hamborgarabrauð eða tortillakökur í staðinn fyrir smáu heimagerðu hamborgarabrauðin sem hér standa til boða. Ekkert að því að stytta sér stundum leið og tíma. 

Innihald

36 skammtar

Kryddlögur:

púðursykur
kakó
rauðar piparflögur
kanill
reykt paprika
salt
sinnepsduft
tómatsósa
ólífuolía

Grísabógur:

grísabógur, rúmlega 2 kg
gulrót, skorin í bita
laukar, skornir í báta
hvítlauksrif, óafhýdd
eplasíder
vatn

Lítil hamborgarabrauð (32 stk.)

vatn
mjólk
þurrger
sykur á hnífsoddi
salt
smjör, við stofuhita og skorið í litla bita
hveiti eða eins og þurfa þykir
egg, pískað og til penslunar
sesamfræ eftir smekk

Vínberjahrásalat:

eplasíderedik
Dijonsinnep
sykur
ólífuolía
sýrður rjómi 18%
sjávarsalt og svartur pipar
lítill grænn kálhaus eða 1/2 stór, skorinn í þunna strimla
vorlaukar, saxaðir
græn vínber, söxuð
ferskur kóríander, saxaður

Tættur grísabógur

  • Stillið ofninn á 150°.
  • Hrærið saman fyrstu níu hráefnunum sem eiga að fara í kryddlöginn. Makið honum síðan yfir allt kjötið. Leggið grísabóginn í ofnskúffu eða í pott með loki, sem má fara í ofn. Raðið gulrótarbitum, laukbátum og hvítlauk meðfram. Hellið eplasíder og vatni í ofnskúffuna. Setjið í ofninn og eldið í 2 tíma. Hyljið þá með álpappír eða setjið lok á og eldið áfram í 2 ½ tíma.
  • Takið kjötið út úr ofninum og leyfið því að standa í 20 mínútur. Fleygið grænmetinu. Hrærið upp í soðinu. Tætið kjötið niður með tveimur göfflum og setjið í soðið. Berið fram með hamborgarabrauðum, litlum eða stórum, eða tortillakökum og hrásalati.

Lítil hamborgarabrauð

  • Leysið gerið upp í ylvolgri mjólk og vatni. Hrærið og setjið smá sykur og salt saman við.
  • Setjið hveiti út í smátt og smátt, hnoðið og bætið smjörinu saman við. Hnoðið og bætið hveiti við eins og þurfa þykir. Látið deigið hefast á hlýjum stað í 30 mínútur.
  • Skiptið deiginu niður í 36 bita og mótið kúlu úr hverjum bita. Raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Látið hefast í 30 mínútur.
  • Stillið ofninn á 180°.
  • Penslið með eggi og sáldrið sesamfræjum yfir. Bakið í um 10 mínútur.

Vínberjahrásalat

  • Pískið fyrstu þrjú hráefnin saman. Bætið olíunni saman við smátt og smátt á meðan hrært er. Bætið sýrðum rjóma út í. Hrærið og smakkið til með salti og pipar.
  • Setjið hin hráefnin saman við og hrærið varlega saman.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir