Loksins er kominn súputími! Matar- og bragðmiklar súpur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Helst þannig að það jaðri við að þær séu pottréttir og þessi er akkúrat þannig. Hún er stútfull af allskonar góðgæti og best finnst mér að láta hana malla lengi. Uppskriftin er líka frekar stór svo hún dugar vel fyrir okkur fjölskylda sem matur í tvo daga en það er einnig hægt að frysta hana í smærri skömmtum og taka með í vinnu og skóla sem nesti.
Þetta sambland af grænmeti, kjöti, rifnum cheddar og kryddum er bara eitthvað svo ómótstæðilegt og til að gera gott enn betra toppa ég súpuna með fersku avocado, sýrðum rjóma og meira af rifnum cheddar. Gleðilegt haust segi ég nú bara!
| stór laukur | |
| hvítlauksrif | |
| gulrætur | |
| græn paprika | |
| blaðlaukur | |
| hakkaðir tómatar | |
| vatn | |
| nautakraftsteningar | |
| nautahakk | |
| olía | |
| taco krydd | |
| • | salt og pipar |
| taco sósa | |
| tómatsósa | |
| tómatpúrra | |
| rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn | |
| Óðals Cheddar, rifinn | |
| • | sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn |
| • | ferskt kóríander |
| • | avocado |
| • | nachos flögur |
| rjómi frá Gott í matinn |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal