Menu
Taco súpa með cheddar og sýrðum rjóma

Taco súpa með cheddar og sýrðum rjóma

Loksins er kominn súputími! Matar- og bragðmiklar súpur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Helst þannig að það jaðri við að þær séu pottréttir og þessi er akkúrat þannig. Hún er stútfull af allskonar góðgæti og best finnst mér að láta hana malla lengi. Uppskriftin er líka frekar stór svo hún dugar vel fyrir okkur fjölskylda sem matur í tvo daga en það er einnig hægt að frysta hana í smærri skömmtum og taka með í vinnu og skóla sem nesti.

Þetta sambland af grænmeti, kjöti, rifnum cheddar og kryddum er bara eitthvað svo ómótstæðilegt og til að gera gott enn betra toppa ég súpuna með fersku avocado, sýrðum rjóma og meira af rifnum cheddar. Gleðilegt haust segi ég nú bara!

Innihald

6 skammtar
stór laukur
hvítlauksrif
gulrætur
græn paprika
blaðlaukur
hakkaðir tómatar
vatn
nautakraftsteningar
nautahakk
olía
taco krydd
salt og pipar
taco sósa
tómatsósa
tómatpúrra
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
Óðals Cheddar, rifinn
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
ferskt kóríander
avocado
nachos flögur
rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Byrjið á því að saxa laukinn og hvítlaukinn og setjið til hliðar.
  • Saxið restina af grænmetinu og takið til öll hráefnin í súpuna.

Skref2

  • Hitið 1 msk. af olíu í stórum potti og steikið laukinn og hvítlaukinn við meðalhita þar til hann er orðinn mjúkur og glær. Passið að brenna ekki laukinn.
  • Setjið restina af grænmetinu út í pottinn og steikið áfram.

Skref3

  • Hitið pönnu og setjið smávegis af olíu. Brúnið hakkið og kryddið með taco kryddi.
  • Þegar kjötið er gegnum steikt setjið það þá út í pottinn.
  • Hellið 1 dl af vatninu út á pönnuna og skafið upp botninn og setjið út í pottinn. Þarna er mjög mikið bragð og með þessu verður súpan enn kraftmeiri.

Skref4

  • Setjið tómatana í dósunum, vatnið, taco sósu, tómatsósu, tómatpúrru og rjómaost út í pottinn ásamt nautakraftinum. Látið malla við vægan hita í helst ekki minna en 1 klst.
  • Setjið þá 100g af rifnum Óðals cheddar út í súpuna, þegar hann hefur bráðnað bætið þá rjómanum saman við og smakkið til með salti og pipar.
  • Berið fram með meira af cheddar, sýrðum rjóma, ferskum avocado sneiðum og muldum nachos flögum.
Skref 4

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal