Menu
Sykurlausir kókostoppar með sítrónuberki og pistasíum

Sykurlausir kókostoppar með sítrónuberki og pistasíum

Í þessari uppskrift má sleppa sítrónuberkinum og pistasíunum og gera einfalda kókostoppa. Við mælum einnig með því að skreyta kókostoppana með bræddu súkkulaði og söxuðum pistasíum.

Innihald

20 skammtar
brætt smjör
egg
kókosmjöl
sukrin melis
vanilludropar eða vanilla extract
Rifinn börkur af 1 sítrónu
Saxaðar pistasíur
Brætt súkkulaði

Skref1

  • Þeytið eggjum, Sukrin Melis, vanilludropum og sítrónuberki vel saman.

Skref2

  • Bætið við bræddu smjöri og kókosmjöli, blandið saman og látið standa í 10-15 mínútur.

Skref3

  • Formið 20 litlar keilur og setjið á bökunarpappír.

Skref4

  • Bakið á 175 gráðum í 8-10 mínútur eða þar til gyllt.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir