Menu
Sykurlausar sörur

Sykurlausar sörur

Einfaldari útgáfan af sörum og sykurlausar í þokkabót.

Innihald

1 skammtar

Botn:

Eggjahvítur við stofuhita
Sukrin melis
Möndlumjöl

Krem:

Sukrin melis
Eggjarauður
Mjúkt íslenskt smjör frá MS
Kakó
Skyndi kaffi
Sykurlaust súkkulaði, brætt

Botn

  • Eggjahvítur og Sukrin melis þeytt saman þar til stíft.
  • Bætið möndlumjölinu varlega við með sleif.
  • Setjið í eldfast mót (um það bil 30x25 cm) með bökunarpappír.
  • Bakið botninn á 150 gráðum án blásturs í um það bil 40 mínútur.

Krem

  • Öllu blandað vel saman.
  • Smyrjið kreminu á botninn þegar hann er orðinn kaldur.
  • Dreifið jafnt og frystið. Bræðið súkkulaðið.
  • Kælið aðeins og hellið yfir kælt kremið.
  • Dreifið vel úr því og látið harðna.
  • Skerið í litla bita, setjið í box og geymið í frysti.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir