Menu
Sykurlausar karamellur

Sykurlausar karamellur

Hér eru á ferðinni þrjár mismunandi gerðir af karamellum sem allar eiga það sameiginlegt að vera sykurlausar. 

Innihald

1 skammtar

Karamella með pistasíu:

smjör
Sukrin gold
rjómi frá Gott í matinn
pistasíur

Karamella með hnetusmjöri:

smjör
rjómi frá Gott í matinn
Sukrin gold
vanilludropar
hnetusmjör

Mjúk karamella:

rjómi frá Gott í matinn
Fibersirup gold
ósykrað kakó
Ögn af salti

Pistasíu karamella

 • Allt nema hnetur sett í pott og látið malla á lægsta hita í um 30 mínútur.
 • Passa að hræra ekki of mikið. Rétt að hræra á tíu mínútna fresti.
 • Saxa niður hnetur og setja í blönduna þegar hún er orðin þykk.
 • Hrært saman og sett í form og í frysti í nokkra klukkutíma.
 • Skorið í bita og geymt í ísskáp.
Pistasíu karamella

Karamella með hnetusmjöri

 • Smjör, rjómi, sukrin og vanilludropar sett í pott og hrært í.
 • Þegar suðan kemur upp þá er stillt á lágan hita og leyft að malla í um 20-30 mínútur. Hræra á 10 mínútna fresti. Alls ekki hræra of mikið því þá skilur blandan sig. Einnig þarf að passa að ekki brenni við.
 • Þegar blandan er orðin þykk og búin að malla á lágum hita í 20-30 mínútur er hnetusmjöri bætt út í. Við það þynnist blandan aðeins. Sett í sílíkon form og inn í frysti í 3 klst. Þegar tekið er úr frysti er karamellan skorin niður í bita og geymd í ísskáp.
 • Hægt er að sleppa hnetusmjörinu og hafa karamelluna „hreina.”
 • Auðvelt er einnig að setja t.d. 1 msk. af kakói, piparmyntudropa eða jafnvel 1 tsk. af lakkrísdufti til að prófa sig áfram.
Karamella með hnetusmjöri

Mjúk karamella

 • Setjið rjóma, Fibersirup Gold og kakó í pott og látið koma upp suðu.
 • Látið malla og hrærið reglulega í þar til karamellan er búin að sjóða niður og farin að þykkjast.
 • Bætið við smá salti.
 • Setjið í skál og látið kólna.
 • Eins er með þessa uppskrift, hægt að skipta út kakói fyrir hnetusmjöri eða lakkrísdufti. Einnig hentar þessi uppskrift til að setja ofan á kökur.
Mjúk karamella

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir