Menu
Sveppasúpa með hráskinku og rifnum villisveppaosti

Sveppasúpa með hráskinku og rifnum villisveppaosti

Hérna er klassíska sveppasúpan komin í sparibúning þar sem hráskinka og villisveppaostur setja punktinn yfir i-ið!

Innihald

6 skammtar
Salt og svartur pipar
Smjör
Hveiti
Vatn
Nýmjólk
Grænmetisteningur
Sveppir
Smjör
Rjómi frá Gott í matinn
Sérrý eða púrtvín (má sleppa)
Sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjöt
Rifinn villisveppaostur

Skref1

  • Bræðið smjörið og bætið í hveiti.
  • Hrærið vel saman.

Skref2

  • Setjið saman við vatn og mjólk.
  • Sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur.
  • Bætið við grænmetiskrafti.

Skref3

  • Saxið sveppina og steikið í smjöri, kryddið með salti og pipar.

Skref4

  • Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp.

Skref5

  • Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sérrý eða púrtvíni.

Skref6

  • Skerið hráskinkuna í bita og setjið á miðju disksins ásamt 1 msk. af rifnum villisveppaosti.
  • Hellið súpunni á diskinn og berið fram.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson