Menu
Súkkulaðiterta með mascarpone osti

Súkkulaðiterta með mascarpone osti

Þessi uppskrift er sennilega einn af tilkomumestu eftirréttum sem hægt er að gera á undir 30 mínútum. En jafnframt er þetta eftirréttur sem fólk stynur yfir og heldur að maður hafi eytt hálfum deginum í eldhúsinu. Dúnmjúk, létt og leikandi súkkulaði, mascarpone- rjómafylling á stökkum súkkulaðibotni getur seint klikkað. Þessi slær alltaf í gegn!

Innihald

6 skammtar
súkkulaðikex (gott að nota t.d. Oreo eða annað kremkex)
brætt smjör
íslenskur Mascarpone frá Gott í matinn
hreint kakó
skyndikaffi (instant kaffi) leyst upp í 2 tsk. af heitu vatni
vanilludropar
flórsykur
salt
rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Myljið kexið mjög smátt í matvinnsluvél, bætið smjörinu saman við og blandið vel saman.
  • Þrýstið í lausbotna bökuform eða í annað mót og kælið.

Skref2

  • Þeytið saman mascarpone, kakó, kaffi, vanillu, flórsykur og salti þar til blandan er silkimjúk.

Skref3

  • Blandið rjómanum saman við og þeytið áfram.
  • Gætið þess að skrapa vel botninn og hliðarnar á skálinni svo allt blandist vel.
  • Þeytið þetta saman þar til áferðin er eins og á stífþeyttum rjómi.

Skref4

  • Dreifið úr mascarpone blöndunni yfir súkkulaðikex botninn og kælið í um 1 klst. áður en þið berið kökuna fram.
  • Þetta má líka gera daginn áður.

Skref5

  • Skreytið með rifnu súkkulaði og jarðarberjum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir