Menu
Súkkulaðisprengjan Hekla

Súkkulaðisprengjan Hekla

Hún dregur nafn sitt af litnum og ekki síst botninum sem er búinn til úr oreokexi og minnir óneitanlega á hraun. Svo er kakan náttúrulega ferlega góð. Þessa köku er hægt að útbúa með góðum fyrirvara. Það er alltaf kostur ef maður þarf að vinna á undan sér. Kökuna má hæglega tvöfalda ef margir eru um hituna.

Innihald

6 skammtar

Botn

Oreo-kex (u.þ.b. 200 g)
smjör, brætt

Súkkulaðifylling

síríussúkkulaði
70% súkkulaði
nýmjólk
rjómi frá Gott í matinn
púðursykur
sykur
maisenamjöl
viskí, eða líkjör að eigin vali, eða appelsínusafi
eggjarauður
sjávarsalt á hnífsoddi

Krem

rjómi
sýrður rjómi, 18%

Skraut

rifið dökkt súkkulaði / rifið hvítt súkkulaði / kakóduft

Skref1

 • Myljið oreokexið með bræddu smjöri í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
 • Setjið í bökuform sem er 26 cm í þvermál eða í annað form sem tekur 7 ½ dl í rúmmál.
 • Þrýstið mylsnunni niður og upp með börmunum.
 • Setjið í kæli í 30 mínútur.

Skref2

 • Brjótið súkkulaðið ofan í pott og hellið mjólk og rjóma yfir.
 • Bræðið saman á meðalhita.
 • Hrærið í og takið af hitanum þegar suðan er um það bil að koma upp.

Skref3

 • Hrærið saman á meðan í hrærivélaskál, púðursykri, sykri, maisenamjöli, viskí, eggjarauðum og salti.
 • Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið saman.
 • Þvoið pottinn og hellið eggja-súkkulaðiblöndunni ofan í hreinan pottinn.
 • Hitið á meðalhita.
 • Hrærið stöðugt í þar til suðan er um það bil að koma upp og blandan er orðin þykk.
 • Slökkvið undir pottinum og hrærið áfram í um mínútu.
 • Takið af hitanum og kælið aðeins.
 • Hellið síðan yfir oreokexbotninn.
 • Setjið í kæli í a.m.k. 3 tíma eða lengur.

Skref4

 • Setjið sýrðan rjóma og rjóma í hrærivélaskál og þeytið þar til stíft.
 • Dreifið yfir kökuna og sáldrið súkkulaði eða kakó yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir