Menu
Súkkulaðiskonsur með rjómaosti og Nutella

Súkkulaðiskonsur með rjómaosti og Nutella

Dásamlegar skonsur sem eru bestar með ískaldri mjólk.

Innihald

12 skammtar
hveiti
lyftiduft
salt
sykur
olía
mjólk
hrein jógúrt eða jógúrt með karamellu og hnetubragði
dökkt súkkulaði

Meðlæti:

Rjómaostur
Nutella

Skref1

  • Hrærið þurrefnum saman í skál.
  • Pískið saman olíu, mjólk og jógúrt og hellið út í ásamt súkkulaðinu.
  • Hrærið saman en ekki of mikið eða of lengi.

Skref2

  • Setjið deigið á borðplötu.
  • Fletjið út í um 2 cm þykkt deig.
  • Skerið deigið út með glasi sem er um 6 cm í þvermál þar til þið hafið 12 skonsur.

Skref3

  • Leggið skonsurnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í 12-15 mínútur við 225°.
  • Berið fram með rjómaosti og Nutella.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir