Menu
Súkkulaðiostakaka

Súkkulaðiostakaka

Virkilega góð bökuð ostakaka sem gott er að bera fram með þeyttum rjóma. Kakan er þung og þykk í sér og líkist helst franski súkkulaðiköku með ostabragði. 

Innihald

12 skammtar

Botn

Oreo kexkökur
sykur
smjör, bráðið

Ostakaka

rjómaostur frá Gott í matinn, við stofuhita
sykur
kakó
egg
dökkt suðusúkkulaði, bráðið

Toppur

rjómi frá Gott í matinn
dökkt suðusúkkulaði
síróp
salthnetur

Botn

 • Hitið ofninn í 170 gráður og hafið tilbúið hringlaga bökunarmót u.þ.b. 23 cm að stærð.
 • Setjið Oreo kexkökur og sykur í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fínmalað.
 • Bræðið smjör og hellið því saman við og látið matvinnsluvélina vinna þar til smjörið hefur bleytt vel upp í kexinu.
 • Setjið kexblönduna í bökunarmótið og þrýstið því vel niður og aðeins upp á hliðar formsins.
 • Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexblöndunni vel niður.
 • Bakið botninn í 10 mínútur.
 • Takið bökunarformið út og kælið á meðan þið undirbúið ostakökuna.

Súkkulaðifylling

 • Setjið rjómaost, sykur og kakó í matvinnsluvél og látið hana vinna þar til blandan er orðið slétt og fín. Skafið hliðarnar á skálinni vel svo allt blandist vel saman.
 • Setjið eggin saman við, eitt í einu og hrærið léttilega á milli.
 • Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði, hellið því saman við ostablönduna og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Fyrir ykkur sem eigið ekki matvinnsluvél er hægt að nota blandara eða hrærivél.
 • Hellið blöndunni yfir Oreo kexbotninn.
 • Bakið í 1 klst. eða þar til toppurinn á kökunni virðist vera fullbakaður.
 • Takið kökuna út úr ofninum og leyfið henni að kólna í rúmar 15 mínútur.
 • Gott er að taka hníf og renna honum meðfram kökunni svo hún losni aðeins frá bökunarmótinu.
 • Kælið kökuna inni í ísskáp í um 6 klst. eða yfir nótt í bökunarforminu.

Toppur

 • Setjið rjóma, súkkulaði og síróp saman í pott yfir meðalháum hita og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg og blandan er orðin mjúk og slétt.
 • Kælið súkkulaðiblönduna í rúmar 10-15 mínútur áður en þið hellið henni yfir kökuna.
 • Setjið súkkulaðið ofan á kökuna og passið að það fari ekki alveg út á brúnir kökunnar svo það leki ekki niður, gott er að setja súkkulaðið ofan á kökuna á meðan hún er enn í bökunarforminu.
 • Grófsaxið salthnetur og dreifið þeim yfir súkkulaðið.
 • Kælið kökuna í 1 klst.
 • Takið kökuna út, rennið hníf meðfram kökunni og takið hana varlega úr forminu og setjið á kökudisk.
 • Látið kökuna standa í allavega 30 mínútur við stofuhita áður en hún er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir