Menu
Súkkulaðimús með gríski jógúrt

Súkkulaðimús með gríski jógúrt

Einstaklega létt og bragðgóð súkkulaðimús úr grískri jógúrt. Passar vel sem eftirréttur eftir grillmatinn í sumar en réttinn má líka gera daginn áður til að spara sér tíma. Hægt er að nota hvaða kex sem er ofan á eða lakkrís nú eða bara það sem það sem hugurinn girnist.

Innihald

4 skammtar

Súkkulaðimús

nýmjólk
dökkt súkkulaði
instant kaffi
grísk jógúrt frá Gott í matinn
síróp
vanilludropar

Toppur

rjómi frá Gott í matinn
kex, lakkrís, fersk ber (eða annað eftir smekk)

Skref1

  • Setjið mjólk í pott yfir lágan hita ásamt súkkulaði. Hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg og passið að það sjóði alls ekki.
  • Bætið kaffi og sírópi saman við og hrærið vel saman, kælið súkkulaðiblönduna þar til hún hefur náð stofuhita.

Skref2

  • Setjið gríska jógúrt í skál og blandið súkkulaðiblöndunni saman við ásamt vanilludropum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Sprautið blöndunni í lítil desert glös og kælið í eina klukkustund.

Skref3

  • Þeytið rjóma og setjið ofan á hverja súkkulaðimús ásamt grófsöxuðu kanilkexi, akkrís, ferskum berjum eða því sem ykkur dettur í hug.
  • Geymið í kæli þar til borið er fram.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir