Menu
Súkkulaðimús í tveimur lögum

Súkkulaðimús í tveimur lögum

Dásamleg súkkulaðimús sem er gerð úr dökku og ljósu súkkulaði. Hún er líka tilvalin sem kökukrem á súkkulaðikökubotn eða marenstertubotn.

Innihald

4 skammtar

Dökk súkkulaðimús

dökkt súkkulaði
púðursykur
rjómi frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn

Ljós súkkulaðimús

mjólkursúkkulaði
púðursykur
rjómi frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn

Meðlæti

fersk ber, má sleppa

Skref1

  • Byrjið á dökku súkkulaðimúsinni.
  • Bræðið saman í potti á lægsta hita eða setjið í örbylgjuofn súkkulaði, púðursykur og 2 msk. af rjóma.
  • Látið kólna aðeins.

Skref2

  • Létt þeytið 1 ½ dl af rjóma og setjið síðan súkkulaðiblönduna út í.
  • Þeytið varlega saman.

Skref3

  • Hellið í glös eða skálar og setjið í kæli á meðan þið útbúið ljósu músina.

Skref4

  • Farið nákvæmlega eins að við gerð ljósu súkkulaðimúsarinnar og dökku.
  • Setjið hana síðan ofan á dökku músina.
  • Geymið í kæli í a.m.k. klukkutíma.

Skref5

  • Berið fram kalda og með berjum ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir