Menu
Súkkulaðikökur með piparfylltu lakkrískurli

Súkkulaðikökur með piparfylltu lakkrískurli

Þessar kökur er einstaklega góðar en þær eru svo mjúkar og líkjast þannig brownies. Þeir sem eru ekki með piparæði eins og flest allir á þessu landi geta sleppt því og aukið við súkkulaðið um 100 g. Einnig er gott að setja hvítt súkkulaði í þessar fyrir þá sem finnst það gott. Himneskar með góðu kaffi eða heitu kakói með rjóma.

Innihald

40 skammtar
smjör
sykur
vanilludropar
egg
sterkt kaffi
hveiti
kakó
matarsódi
salt
piparfyllt lakkrískurl
dökkt súkkulaði

Skref1

 • Bræðið 100 g af smjöri inni í örbylgju eða í potti og setjið inn í frysti í 15 mínútur eða þar til smjörið hefur náð að storkna.

Skref2

 • Hitið ofninn í 160 gráðu hita og setjið smjörpappír á bökunarplötur.

Skref3

 • Setjið smjör við stofuhita og smjörið sem þið brædduð og frystuð í skál ásamt sykri og vanilludropum og hrærið þar til blandan verður ljós og létt.
 • Bætið eggjum saman við einu í senn og hrærið á milli.

Skref4

 • Setjið þurrefnin í skál og hrærið saman, blandið þeim saman við ásamt kaffinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref5

 • Skerið súkkulaðið gróflega niður og setjið saman við deigið ásamt piparfylltu lakkrískurli.
 • Passið að hræra deigið ekki of mikið heldur aðeins þar til allt hefur náð að blandast saman.

Skref6

 • Gott er að nota kökuskeið til að gera kúlur úr deiginu svo þær verði allar jafn stórar.
 • Raðið kökunum með jöfnu millibili á bökunarplötuna og bakið í 8 mínútur, takið þær út og leyfið þeim að jafna sig.
 • Kælið kökurnar áður en þið takið þær af bökunarplötunni.
 • Geymið í kökuboxi eða lokuðu íláti til að halda kökunum mjúkum og góðum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir