Menu
Súkkulaðikarfa með jarðarberjum og bláberjum

Súkkulaðikarfa með jarðarberjum og bláberjum

Innihald

12 skammtar
hveiti
sykur
kakó
matarsódi
lyftiduft
salt
súrmjólk
olía
egg
vanilludropar
sterkt kaffi

Súkkulaðikrem

smjör
flórsykur
súkkulaði, bráðið
salt

Fylling

kókosbollur, skornar niður

Skraut

súkkulaðifingur
jarðarber

Botn

 • Stillið ofninn á 180 gráður og smyrjið tvö hringlaga form.
 • Setjið allt þurrefni saman í skál,
 • Hrærið egg, súrmjólk, olíu og vanilludropum saman í skál.
 • Blandið þurrefnunum varlega saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 • Setjið því næst kaffi saman við og hrærið vel en deigið verður mjög þunnt.
 • Skiptið deiginu jafnt í tvö hringlaga form og bakið í 20-25 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.

Súkkulaðikrem

 • Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og setjið til hliðar.
 • Hrærið smjör þar til ljóst og létt og bætið flórsykri saman við, smátt og smátt í einu og hrærið vel saman.
 • Setjið salt saman við ásamt brædda súkkulaðinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Samsetning

 • Setjið súkkulaðið á milli botnanna ásamt kókosbollum skornum niður.
 • Setjið súkkulaðið yfir alla kökuna og raðið súkkulaðifingrum meðfram hliðum kökunnar.
 • Skreytið með jarðarberjum og bláberjum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir