Menu
Súkkulaðihreiður

Súkkulaðihreiður

Kökurnar eru aðeins öðruvísi en þessar klassísku rice krispies köku og eru einfaldlega æðislegar. Það skemmir líka ekki fyrir hvað maður er rosalega fljótur að búa þær til!

Innihald

1 skammtar

Hráefni

ljóst súkkulaði
síróp (minni gerðin af klassíska bökunarsírópinu í grænu dósunum)
Kellog's Special K

Skraut

lítil súkkulaðiegg

Skref1

  • Síróp og súkkulaðið brætt saman í potti, passa að hafa ekki of háan hita og passa að hræra vel í.

Skref2

  • Kornflögunum er blandað vel við. Það lítur út í byrjum eins og kornflögurnar mun ekki allar ná að húðast súkkulaðinu, en verið þolinmóð því það tekur bara smá tíma.

Skref3

  • Raðið í lítil form og kælið.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir