Menu
Súkkulaðigrautur með grískri jógúrt

Súkkulaðigrautur með grískri jógúrt

Ég elska að byrja daginn vel með góðum morgunmat og ekki verra ef ég hef gefið mér smá tíma kvöldinu áður í að útbúa þennan graut. Þessi grautur er það góður að það má einnig bjóða upp á hann sem eftirrétt í minni skálum. 

Innihald

1 skammtar
weetabix kökur
léttmjólk
smá hunang
grísk jógúrt frá Gott í matinn
súkkulaðiprótein (má sleppa)
kakó
smá weetabixmulningur ofan á

Súkkulaði

kókosolía
kakó
hunang eða önnur sæta

Skref1

  • Byrjið á að brjóta niður tvær weetabix kökur í skál og hellið mjólkinni yfir þær.
  • Blandið vel saman og þjappið niður í skálina.
  • Í aðra skál er grísku jógúrtinni, kakó og próteindufti blandað saman og blöndunni svo hellt fyrir weetabix botninn.

Skref2

  • Blandið saman í aðra skál, bræddri kókosolíu, kakó og hunangi.
  • Myljið smá weetabix og hellið ofan á grísku jógúrtina.
  • Hellið súkkulaðinu yfir og dreifið yfir jógúrtina.
  • Gott er að láta grautinn bíða yfir nótt eða í um 1 klst. í kæli áður en hann er borðaður.
Skref 2

Höfundur: Helga Magga