Menu
Súkkulaðibollur með bananasplitt rjóma og hvítu súkkulaði

Súkkulaðibollur með bananasplitt rjóma og hvítu súkkulaði

Skemmtileg tilbreyting frá hinum hefðbundnu vatnsdeigsbollum. Súkkulaðibrúnar og brjálæðislega góðar bollur fyrir bolludaginn!

Innihald

12 skammtar

Bollur

vatn
smjör
hveiti
kakó
salt
egg

Fylling

rjómi frá Gott í matinn
Royal bananasplitt búðingur
Nutella eða önnur súkkulaðismyrja

Toppur

hvítt súkkulaði
súkkulaðispænir

Súkkulaðibollur

  • Hitið ofninn í 200°C og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
  • Hitið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið hefur bráðnað. Blandið hveiti, kakói og salti saman við og hrærið rösklega þar til deigið sleppir pottinum alveg.
  • Takið pottinn af hellunni, setjið deigið í aðra skál og látið kólna áður en þið setjið eggin saman við.
  • Þegar deigið hefur náð að kólna bætið saman við eggjum, einu í senn og hrærið á milli með písk eða sleif.
  • Setjið deigið í sprautupoka og sprautið deiginu á bökunarplötuna með jöfnu millibili. Það er líka hægt að setja um 2 msk. fyrir hverja bollu.
  • Bakið bollurnar í 20 mínútur. Passa þarf að opna alls ekki ofninn meðan á bakstrinum stendur, eða í það minnsta ekki fyrstu 15 mínúturnar.
  • Látið bollurnar kólna alveg áður en sett er á þær. Skerið toppinn af bollunum og setjið fyllinguna í þær.

Fylling og samsetning

  • Setjið rjóma og innihald úr Royal búðingnum í skál og hrærið í hrærivél eða með þeytara þar til rjóminn er orðinn þykkur og fínn. Passið að hræra hann ekki of mikið.
  • Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  • Setjið 1 tsk. af Nutella í botninn á bollunni, setjið rjómafyllinguna á og svo hvítt bráðið súkkulaði ofan á hverja bollu fyrir sig. Fyrir þá sem vilja er fallegt að bera þær fram með súkkulaðispæni.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir