Menu
Súkkulaðibitakökur með pekanhnetum og karamellu

Súkkulaðibitakökur með pekanhnetum og karamellu

Innihald

1 skammtar

Smákökur:

smjör við stofuhita
dökkur púðursykur
sykur
egg
vanilludropar
síróp
hveiti
kanill
matarsódi
maldon salt
dökkt súkkulaði, gróft saxað
pekanhnetur
hafrar

Karamella:

Nói Siríus ljósar töggur
rjómi frá Gott í matinn
síróp

Skref1

 • Hitið ofninn í 180 gráður.
 • Hrærið smjöri, sykri og púðursykri vel saman.

Skref2

 • Bætið við eggjum og hrærið vel saman á milli.
 • Bætið við vanilludropum og sírópi.

Skref3

 • Blandið saman hveiti, kanil, salti og matarsóda og bætið rólega saman við.

Skref4

 • Gróf saxið súkkulaðið og hneturnar niður og blandið saman með sleif.

Skref5

 • Bætið saman við höfrum og hrærið vel saman með sleif.

Skref6

 • Setjið um 30g í hverja köku, myndið litla bolta og setjið á plötu með smjörpappír.
 • Bakið í 10-12 mín.
 • Þegar kökurnar eru teknar út úr ofninum er stráð maldon salti yfir þær allar.
 • Kælið í 15 mín.

Karamellan

 • Bræðið saman öllum innihaldsefnum varlega í potti.
 • Hellið karamellunni léttilega yfir hverja köku.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir