Menu
Súkkulaðibaka með perum

Súkkulaðibaka með perum

Dásamleg baka sem er langbest með vænri slettu af léttþeyttum rjóma.

Innihald

8 skammtar

Botn:

hveiti
vanillusykur
smjör
eggjarauða

Fylling:

smjör
súkkulaði, 60%
egg
sykur
koníak eða sama magn af ferskum appelsínusafa
sjávarsalt á hnífsoddi
stórar perur, skornar í frekar þunnar sneiðar
létt þeyttur rjómi frá Gott í matinn, eftir smekk

Skref1

 • Hrærið saman hveiti, vanillusykri og smjöri.
 • Bætið eggjarauðu saman við.
 • Hnoðið saman með höndunum.

Skref2

 • Fletjið deigið út og leggið í bökubotn eða lausbotna bökunarform sem er um 26 cm í þvermál.
 • Látið bíða í ísskáp í 15 mínútur.
 • Bakið síðan í 10 mínútur við 200°.

Skref3

 • Hrærið eggjum og sykri saman í hrærivél þar til létt og ljóst.

Skref4

 • Bræðið saman smjör og súkkulaði og hrærið saman við eggjablönduna.
 • Bætið þá koníaki/appelsínusafa og salti saman við.
 • Hrærið.

Skref5

 • Raðið perunum ofan á bökubotninn og hellið síðan deiginu yfir.
 • Bakið í 20-25 mínútur.

Skref6

 • Látið kólna aðeins og berið fram með létt þeyttum rjóma.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir