Menu
Súkkulaði pavlova

Súkkulaði pavlova

Það er fátt jafn hátíðlegt á veisluborðið og pavlova en að sama skapi fáir eftirréttir jafn einfaldir. Stundum er það einmitt einfaldleikinn og góð hráefni sem innihalda mesta glæsileikann.

Það má svo sannarlega skreyta þessa pavlovu með berjum og hverju því sem hugurinn girnist en að mínu mati nýtur hún sín best svona, dúnmjúkur súkkulaði marengs og rjómi smellpassa saman með dálitlu rifnu súkkulaði á toppinn. 

Innihald

8 skammtar
eggjahvítur
sykur
kakó
edik (t.d. hvítvíns eða rauðvíns)
rjómi frá Gott í matinn
súkkulaði

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.

Skref2

  • Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða, bætið sykrinum smám saman út í og þeytið vel saman.

Skref3

  • Hellið edikinu út í og sigtið kakókið.
  • Hrærið varlega saman við með sleikju.

Skref4

  • Setjið bökunarpappír á ofnplötu og setjið marengsinn í miðjuna, sléttið úr honum með sleikjunni og jafnið út í hring. Þetta þarf ekki að vera mjög nákvæmt.

Skref5

  • Setjið inn í ofn og lækkið hitann strax niður í 140 gráður.
  • Bakið í 70 mínútur.
  • Slökkvið þá á ofninum, opnið hann og látið pavlovuna kólna alveg inni í ofni.

Skref6

  • Færið á disk, þeytið rjómann og smyrjið yfir kökuna og rífið að lokum súkkulaði yfir.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir