Menu
Súkkulaði og pekanhnetuísterta með karamellu

Súkkulaði og pekanhnetuísterta með karamellu

Þessi ís hentar bæði fyrir börn og fullorðna og er einstaklega 'krönsí' og góður. Pecanhnetur eru svo góðar í ís og með súkkulaði.

Svo er að sjálfsögðu gott að þeyta nóg af rjóma með heimatilbúnum ís!

Innihald

12 skammtar

Botn, innihald

Hesilhnetur. hakkaðar

Ís

egg
sykur
bráðið mars súkkulaði
rjómi frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn
dökkt súkkulaði (saxað gróft)
pekanhnetur (skornar smátt)
vanilludropar
karamellusíróp/sósa

Toppur

Pekanhnetur
Karamellusíróp/sósa

Skref1

  • Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

Skref2

  • Setjið Mars og 5 msk. af rjóma í pott og bræðið saman yfir meðalháum hita.
  • Takið pottinn af hellunni og blandið innihaldinu varlega saman við eggjarauðublönduna og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref3

  • Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif, ásamt grófsöxuðu súkkulaði, pekanhnetum og vanilludropum.

Skref4

  • Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við. Ekki er nauðsynlegt að setja eggjahvíturnar saman við ef þið viljið nýta þær í annað.
  • Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref5

  • Setjið hökkuðu heslihneturnar í botninn á hringlaga kökuformi og hellið ísblöndunni ofan á.
  • Hellið karamellusírópinu yfir ísinn og blandið því saman við ísinn með því að snúa hníf í nokkra hringi.

Skref6

  • Frystið í lágmark 5 klukkustundir.
  • Þegar ísinn er tekinn út er gott að láta hann standa aðeins við stofuhita svo auðvelt sé að ná ískökunni úr forminu. Takið beittan hníf og skerið undir botninn á ísnum og færið á disk. Skreytið með karamellusírópi og pekanhnetum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir