Skref1
					
						- Bræðið saman súkkulaði, smjör og kaffi. 
- Þeytið saman eggjum og sykri þangað til létt og ljóst. Blandið saman við súkkulaðið.
- Sigtið hveiti og lyftidufti saman við. 
- Setjið í springform (um 22 cm) með smjörpappír í botninum. 
- Bakið við 165°C í 25-30 mínútur. 
- Kælið örlítið, losið úr forminu. 
- Leggið súkkulaðibotninn á smjörpappír og setjið aftur í springformið.
Skref2
					
						- Leggið matarlím í bleyti. 
- Þeytið rjómann. 
- Hrærið saman rjómaosti og flórsykri og blandið við rjómann. 
- Leysið matrlímið upp í kaffi og blandið saman við blönduna. 
- Setjið yfir súkkulaðibotninn og kælið.
Skref3
					
						- Leggið matarlím í bleyti í köldu vatni. 
- Bræðið saman súkkulaði og rjóma, bætið við matarlímið og hrærið saman við vanilluskyr og hreina jógúrt. 
- Hellið yfir ostakremið og látið standa í kæliskáp í minnst fjóra tíma.
            		Höfundur: Árni Þór Arnórsson